Velkomin í FIT

Breytt Mon, 28 Apr kl 12:28 PM

Vertu velkomin/n í Félag iðn- og tæknigreina.


Þú verður skráður sem félagsmaður FIT. Þér ætti að nægja að segja atvinnurekanda þínum að þú ætlir að greiða til Félags iðn- og tæknigreina.


Upplýsingar um greiðslur í sjóði félagsins má finna hér.


Sjálfstæðir atvinnurekendur (eins og hjá RSK, viðmiðunarlaun iðnaðarmanna, flokkur D2) mega ekki vera með minni laun en 642.000 kr. Sjá hér.


Þegar félagsgjöld hafa borist vegna þín í 3 mánuði getur þú nálgast rafrænt félagsskírteini inn á mínum síðum á fit.is. Til að nálgast félagsskírteinið þarf að skrá sig inn á mínar síður með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Félagsskírteinið veitir afslátt af ýmsum vörum og þjónustu. Með því geturðu skráð þig inn á orlofssíðu félagsins og pantað og greitt fyrir orlofshús. Sjá hér.

Þegar þú hefur skilað samfellt í 6 mánuði til félagsins öðlast þú rétt í sjúkra- og orlofssjóð en eftir 12 mánuði í menntunarsjóð.


Einnig getur þú fengið sent fréttabréf, dagbók og annað sem við sendum félagsmönnum okkar með reglulegu millibili.

Við bendum á að ýmsar upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins og á Facebook-síðu félagsins geturðu fylgst með því sem er að gerast hjá okkur.

Hvetjum þig til að skoða Mínar síður, þar eru upplýsingar um styrki, afslætti ofl. sem þú mögulega getur nýtt þér. Á Orlofsvefnum getur þú skoðað orlofsbústaði sem standa til boða að leigja eftir 3 mánuði í félaginu. Endilega uppfærið upplýsingar um síma og netfang ef það breytist hjá ykkur.


Ef þú hefur einhverjar spurningar þá getur þú sent fyrirspurnir á fit@fit.is eða haft samband í síma 535-6000.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina