Sjúkradagpeningar

Breytt Thu, 9 Feb, 2023 kl 5:19 PM

Dagpeningar úr sjúkrasjóði eru tekjutengdir og nema að lágmarki 80% af launatekjum þeim sem greitt var af og sjóðfélagi hafði áður en greiðslur úr sjóðnum hófust. Mánaðaleg greiðsla skal þó ekki nema hærri fjárhæð en kr. 1.016.298,- þessi upphæð skal endurreiknuð árlega miðað við launavísitölu 1.1.2021.


Óvinnufærni þeirra sem ekki eru launamenn (einyrkjar) þarf að hafa staðið samfellt í 31 dag að lágmarki áður en dagpeningagreiðslur hefjast. Dagpeningar eru greiddir mánaðarlega.


Réttur til dagpeninga miðast við 12 síðast liðna mánuði og er réttur til bóta í 120 daga á hverju 12 mánaða tímabili.

Hverjir eiga rétt?

Rétt til styrks úr sjóðnum eiga fullgildir félagsmenn sem greiða lögboðið gjald til sjóðsins. Þeir sem vinna á eigin kennitölu (einyrkjar) og greiða til sjóða félagsins. Iðnnemar á námssamningi sem greitt er af til sjóðsins eiga rétt til greiðslna úr sjúkrasjóði án skerðingar. Þeir sem ekki eru félagsmenn en greitt hafa til sjóðsins a.m.k. sex síðast liðna mánuði geta átt rétt á greiðslum úr sjóðnum. Þeir sem á síðastliðnum 2 árum hafa átt rétt til greiðslu úr sjúkrasjóði stéttarfélags innan ASÍ öðlast rétt til greiðslu úr sjóðnum um leið og greitt hefur verið til sjóðsins enda hafi þeir ekki þegar fullnýtt bótarétt sinn.

Til að sækja um sjúkradagpeninga þarf að skila:

Þetta er hægt að senda í tölvupósti til sjukra@fit.is merkt Dagpeningar.

Hér er hægt að nálgast eyðublöð fyrir sjúkradagpeninga, menntasjóð o.fl.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina