Hádegismatartími er ein klst. á tímabilinu frá kl. 11:30 til kl. 13:30 og telst hann ekki til vinnutíma. Starfsmenn og atvinnurekandi á hverjum vinnustað skulu gera með sér samkomulag um nánari tímasetningu á matarhléum. Heimilt er með samkomulagi að taka upp styttri matarhlé.
Ef unnið er í hádegismatartíma eða á morgun- eða síðdegiskaffitímum skal það greitt sem yfirvinna. Sé aðeins hluti matar- eða kaffitíma unninn greiðist yfirvinnukaup sem því nemur.
Þar sem neysluhlé hafa verið stytt eða aflögð og viðverutími á vinnustað styttur af þeim sökum getur kvöldmatarhlé færst fram allt til klukkan 18:99, enda sé þá tekið matarhlé og vinnu haldið áfram að hléi loknu.
Heimilt er með skriflegu samkomulagi starfsmanns og fyrirtækis og/eða meirihluta starfsmanna og fyrirtækis að dagvinna hefjist á tímabilinu milli kl. 07:00 til 10:00. Yfirvinna hefst þó aldrei síðar en kl. 18:00. Dagvinna skal ávallt unnin með samfelldri vinnuskipan á degi hverjum.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina