Launahækkanir - nýr kjarasamningur

Breytt Wed, 22 Feb, 2023 kl 3:03 PM

Kjarasamningurinn sem FIT skrifaði undir við Samtök atvinnulífsins í desember 2022 kveður á um 6,75% hækkun launa. Það þýðir að öll laun þeirra sem starfa eftir samningnum hækka um 6,75% frá 1. nóvember 2022.

Taxtar hækka í mörgum tilvikum meira en gildandi launatöflur má sjá hér.

Athugið að ákveðið hámark er þó á hækkuninni. Dagvinnulaun hækka að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Í því felst að allir sem hafa dagvinnulaun yfir 977.779 kr. á mánuði fá fasta krónutöluhækkun upp á 66.000 kr.

Ef launahækkunin skilaði sér ekki rétt til þín, hafðu þá samband.

Nokkur atriði um samninginn:

  • Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
  • Launahækkun samningsins er í formi hlutfallshækkunar og hámarks krónutöluhækkunar.
  • Kjaratengdir liðir hækka um 5,0% frá 1. nóvember 2022, nema um annað hafi verið samið.
  • Einingaverð í ákvæðisvinnu hækkar um 6,75%.
  • Frá 1. febrúar 2024 verður vinnutími samkvæmt kjarasamningi 36 virkar vinnustundir. Deilitala dagvinnukaups verður þá 156.
  • Viðræðuáætlun um önnur atriði í kröfugerð en launalið hefur verið samþykkt af báðum aðilum. Þeim verkefnum á öllum að vera lokið í desember 2023.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina