Til að eiga rétt á greiðslu launa í veikindum þarf að vera ráðningarsamband milli launamanns og atvinnurekanda þ.e. gildur ráðningarsamningur. Engar formkröfur eru um ráðningar almenns launafólks og lög nr. 19/1979 ná með örfáum undantekningum til alls launafólks á almennum vinnumarkaði.
Gildur ráðningarsamningur getur þannig komist á milli launamanns og atvinnurekanda með óformlegum hætti þ.e. munnlega eða skriflega. Fólk sem kann að vera lausráðið samkvæmt ákvæðum í ráðningarsamningi á sama rétt til greiðslna í veikindum og annað fólk ef það hefur áunnið sér veikindarétt skv. kjarasamningi og er veikt þá daga eða á því tímabili sem ákveðið hafði verið að það starfaði hjá atvinnurekanda.
Starfsmenn skulu á hverju 12 mánaða tímabili halda launum í veikinda- og slysaforföllum sem hér greinir:
- Fyrstu sex mánuðina hjá sama atvinnurekanda, tveir dagar á fullum launum fyrir hvern unninn mánuð.
- Eftir sex mánaða samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum.
- Eftir tveggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum og einn á dagvinnulaunum.
- Eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum og tveir á dagvinnulaunum.
Starfsmaður sem öðlast hefur þriggja mánaða veikindarétt eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda og ræður sig innan 12 mánaða hjá öðrum atvinnurekanda heldur rétti til fullra launa í einn mánuð enda hafi starfslok hjá fyrri atvinnurekanda verið með eðlilegum hætti og rétturinn sannreyndur. Betri rétt öðlast starfsmaður eftir tveggja ára samfellt starf hjá nýjum atvinnurekanda.
Veikindi í ákvæðisvinnu
Eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda eiga starfsmenn í ákvæðisvinnu einn mánuð á fullum launum, einn á fullum dagvinnulaunum og einn á dagvinnulaunum.
Sérákvæði sveina í byggingagreinum og skrúðgarðyrkju
- Fyrstu sex mánuðina í starfsgrein að afloknu sveinsprófi, tveir dagar á fullum launum fyrir hvern unninn mánuð.
- Eftir sex mánaða samfellt starf í starfsgrein, einn mánuður á fullum launum.
- Eftir eins árs samfellt starf í starfsgrein, einn mánuður á fullum launum og einn á dagvinnulaunum.
- Eftir þriggja ára samfellt starf í starfsgrein, einn mánuður á fullum launum og tveir á dagvinnulaunum.
Veikindaréttur sérsamninga – sjá samninga
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina