Sumarútleiga (júní-ágúst)
- Mánudaginn 13. febrúar er opnað fyrir umsóknir á orlofshúsasíðu FIT þar sem hægt er að sækja um sumarúthlutun.
- Mánudaginn 27. febrúar er lokað fyrir umsóknir um sumarúthlutun.
- Föstudaginn 3. mars eiga allir að hafa fengið svar við orlofsumsókn sinni.
- Mánudaginn 13. mars lýkur greiðslufresti þeirra sem hafa fengið úthlutað.
Miðvikudaginn 15. mars klukkan 13:00 eru ógreiddar og óúthlutaðar vikur settar á orlofsvefinn og þá gildir fyrstir kemur fyrstir fær.
Vetrarútleiga
Flest húsa okkar eru til útleigu að vetri til. Þá er ekki stuðst við punktakerfi heldur ræður hver pantar fyrstur. Vetrarúthlutun skerðir ekki rétt til sumarúthlutunar nema um páska. Helgar leigjast út frá kl. 16:00 á föstudegi til kl. 12:00 á mánudegi. Mánudagar til föstudaga eru leigðir út í dagsleigu og því hægt að lengja helgar í annan hvorn eða báða enda.
Tímabilið Janúar - maí (þar með talin páskavikan) er opnað fyrsta virkan dag í nóvember kl. 13:00.
Tímabilið sept. - des. er opnað fyrsta virkan dag í júní kl.13.00.
Hátún í Reykjavík er opnað fyrsta virkan dag í hverjum mánuði kl. 13:00. Þá opnast 7. mánuður frá þeim degi.
Húsið í Orlando er sett inn 1. virka dag í mars kl. 13 og þá opnað fyrir næsta ár á eftir. Dæmi: 1. mars 2013 kl. 13:00 er opnað allt árið 2014.
ATH; Veður og færð
Hamli veður eða færð, þannig að leigjandi komist ekki í orlofsbústað þarf, áður en leiga hefst, að tilkynna um slíkt til félagsins með tölvupósti (fit@fit.is). Það er forsenda til endurgreiðslu á leigu. Við slíkar aðstæður er um fulla endurgreiðslu að ræða. Minnt er á að endurgreiðsla er alltaf í formi inneignar á orlofsvef FIT. Almennt er ekki um snjómokstur að ræða að bústöðum FIT. Leigutakar eru hvattir til að kynna sér veðurspá og færð á vegum áður en lagt er af stað. . Ferðalög til og frá orlofsbústöðunum eru alfarið á ábyrgð leigjenda. FIT greiðir ekki kostnað sem leigutaki kann að verða fyrir vegna veðurs eða ófærðar, svo sem eldsneyti, mat eða gistingu.
Pantað á vefnum
Þegar pantað er á vefnum þarf að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Þá er valið "Laus tímbil" úr valmynd. Veljið viðeigandi mánuð og tímabil. Þá þarf að ýta á hnapp neðst á síðunni "Senda" og siðan "Staðfesta". Næsta skref er að "Samþykkja" skilmála og síðan þarf að haka við "Samþykkt" og velja hnappinn "Greiða." Þú hefur 10 mínútur til að bóka orlofshús eftir það dettur þú út nema þú sért búinn að velja greiðslu í kortagátt þá gefast aðrar 10 mínútur til að greiða með kreditkorti áður en bókun dettur út. Kvittun og leigusamningur sendist á uppgefið tölvupóstfang að greiðslu lokinni. Þeir sem ekki hafa kreditkort þurfa að hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina