Úthlutunarreglur og ávinnsla punkta

Breytt Thu, 9 Feb, 2023 kl 5:20 PM

Á sumrin eru húsin og íbúðirnar leigðar félagsmönnum til vikudvalar í senn, en á öðrum tímum eftir samkomulagi. Úthlutun fer fram eftir punkta-kerfi og eru reglur um ávinnslu og frádrátt punkta eftirfarandi:

Ávinnsla punkta

Hver félagsmaður sem greitt hefur fullt félagsgjald ávinnur sér einn punkt fyrir hvern mánuð sem hann er í félaginu.

Frádráttur punkta við úthlutun

  • Frá fyrsta föstudegi júnímánaðar til síðasta föstudags í júní eru dregnir frá 26 punktar.
  • Frá síðasta föstudegi júnímánaðar fram í miðjan ágúst eru dregnir frá 36 punktar.
  • Frá miðjum ágúst til fyrsta föstudags í september og einnig um páska eru dregnir frá 26 punktar.
  • Við úthlutun á öðrum tímum koma engir punktar til frádráttar.

Ef fleiri en ein umsókn er um sama húsið á sama tímabili ræður punktafjöldi hver hreppir hnossið. Ef punktafjöldi er jafn ræður sú umsókn sem berst fyrst. Á umsóknareyðublöðum um orlofshús er gefinn kostur á allt að sex valmöguleikum. Því fleiri valkosti sem merkt er við, þeim mun meiri líkur eru á úthlutun. Vetrarúthlutun skerðir ekki rétt til sumarúthlutunar.

Áminning

Leigutaka ber að hafa leigusamning til staðar á meðan á dvöl stendur. Leigutaki ber ábyrgð á umgengni við orlofshús, orlofssvæði og aðrar eigur FIT eftir almennum reglum skaðabótaréttar og leiguréttar, þ.e. að almennt skulu greiddar skaðabætur sem nema þeim útgjöldum sem tjón bakar Orlofssjóði, ef tjóni er valdið af ásetningi eða gáleysi af félagsmanni eða gesti hans.


Heimild er fyrir því að áminna félagsmann vegna umgengni og/eða skemmda á eign/eigum Orlofssjóðs. Félagsmanni gefst þó tækifæri á að skýra mál sitt við stjórn FIT áður en endanleg áminning verður ákveðin, allt að tvö ár. Ef brot félagsmanns er ítrekað þá missir sjóðfélagi rétt til nýtingar á orlofstilboðum næstu fimm ár.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina