Desember og orlofsuppbót

Breytt Wed, 22 Feb, 2023 kl 3:31 PM

Desemberuppbót

Desemberuppbót er eingreiðsla sem ber að greiða samkvæmt kjarasamningum. Upphæð ákvarðast af starfstíma og starfshlutfalli. Desemberuppbót er með inniföldu orlofi og greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun.

  • Almenn desemberuppbót árið 2022, fyrir starfsmann í fullu starfi var 98.000 kr.
  • Almenn desemberuppbót árið 2023, fyrir starfsmann í fullu starfi er 103.000 kr.

 

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

Desemberuppbót innifelur orlof, er föst talar og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.


Orlofsuppbót

Réttur til fullrar orlofsuppbótar miðast við að starfsmaður hafi unnið 45 vikur eða meira á tímabilinu 1. maí – 30. apríl, fyrir utan orlof. Um er að ræða fasta krónutölu sem greiðist þann 1. júní ár hvert, miðað við starfshlutfall á orlofsárinu. Hún greiðist öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum, miðað við 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.

  • Orlofsuppbótin 2022 er 53.000 krónur.
  • Orlofsuppbótin 2023 er 56.000 krónur.


Vinnuveitandi

Desemberuppbót 2022 / orlofsuppbót

Landsvirkjun

142.226 kr. /sama

Norðurál

224.896 kr. /sama

Rio Tinto

227.075 kr. /sama

Kerfóðrun

227.075 kr. /sama

Reykjavíkurborg

106.100 kr. /sama

Elkem

224.896 kr. /sama

Ríkið

98.000 kr. / 53.000 kr.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina