Allir þeir sem starfa í þjónustu annarra gegn launum, hvort sem þau eru greidd í peningum eða öðrum verðmætum, eigi rétt á orlofi og orlofslaunum. Þannig á að greiða orlof til allra launþega. Verktakar eiga ekki rétt til orlofs. Samkvæmt 7. grein orlofslaganna reiknast orlofslaun að lágmarki 10,17% af heildarlaunum.
Ávinnsla orlofs
Orlof skal vera tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð á síðasta orlofsári. Hafi starfsmaður verið í starfi heilt orlofsár á hann því rétt á leyfi og samsvarandi orlofslaunum í 24 virka daga. Hafi hann hins vegar einungis unnið hluta orlofsársins á hann rétt á leyfi frá störfum en einungis hlutfallslegan rétt til orlofslauna. Í greininni segir að við útreikning orlofs, það er leyfisins, skuli reikna hálfan mánuð eða meira sem heilan mánuð en skemmri tími telst ekki með.
Áhrif fæðingarorlofs
Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof reiknast fæðingarorlof til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar, uppsagnarfrests og réttar til atvinnuleysisbóta.
Fæðingarorlof telst til unnins tíma við útreikning orlofsréttar, það er réttar til frítöku en ekki til orlofslauna. Það á við um almennan vinnumarkað en á opinberum vinnumarkaði ávinnst bæði frítökuréttur og greiðsluréttur. Það þýðir að starfsmaður á almennum vinnumarkaði sem hefur verið í 6 mánuði í fæðingarorlofi á rétt til 24 daga orlofs en einungis rétt til orlofsgreiðslna vegna 12 daga.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina