Yfirvinna telst frá því dagvinnu lýkur á mánudögum til og með föstudögum þar til dagvinna hefst að morgni. Á laugardögum, sunnudögum og helgidögum greiðist yfirvinnukaup.
Yfirvinna 1 (stundum kölluð næturvinna) er greidd fyrir fyrstu 4 klst. á viku að jafnaði eða 17,33 klst. á mánuði, samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins frá 2019. Álag á yfirvinnu 1 er 1,00% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Iðnaðarmaður sem er með 518.000 kr. í grunnlaun árið 2021 fær greiddar 5.284 krónur á tímann fyrir yfirvinnu 1.
Yfirvinna 2 (stundum kallað stórhátíðarkaup) greiðist fyrir alla tíma umfram 17,33 yfirvinnutíma á mánuði og á nóttunni á milli kl. 00:00-06:00. Álag á yfirvinnu 2 verður 1,15% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Sá sem er með 518.000 kr. í grunnlaun árið 2018 fær þannig greiddar 5.698 krónur á tímann fyrir yfirvinnu 2.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina