Reglur um endurgreiðslu vegna orlofshúsa

Breytt Thu, 9 Feb, 2023 kl 5:21 PM

Endurgreiðsla fyrir leigu innanlands

  • Afpöntun þarf að berast í tölvupósti á netfangið fit@fit.is eins fljótt og auðið er.
  • Ef hætt er við leigu er tekin út bókun á húsinu og þar með losað fyrir aðra leigjendur.
  • Við auglýsum einnig húsið laust á heimasíðu félagsins
  • og á Facebook-síðu félagsins.
  • Ef upp kemur vandamál varðandi orlofshús bendum við félagsmönnum góðfúslega á að hafa samband strax við umsjónarmann svo að hægt sé að leysa vandamálið. Aldrei er þó endurgreitt ef félagsmaður notar umsóknartímann sinn í orlofshúsinu og hefur ekki samband við umsjónarmann svo að hægt sé að leysa málið.
  • Ef ekki næst að endurleigja er ekkert endurgreitt.
  • Endurleigist húsið er endurgreidd inneign hjá viðkomandi á orlofsvef FIT.
  • Endurgreitt er hlutfallslega eftir því hve mikið endurleigist.
  • Punktar vegna sumarleigu eru bakfærðir ef tekst að leigja húsið út aftur.
  • Fyrir breytingar eða afpöntun á öllum bókunum á orlofsvef er tekið breytingargjald kr. 3.000.-

Reglur um endurgreiðslu ef hætt er við leigu á húsinu í Orlando

  • Sé afbókað áður en 8 mánuðir eru í leigu er haldið eftir breytingargjaldi.
  • Sé afbókað síðar en meira en 6 mánuðir eru í leigu skal halda eftir 25% af leigu.
  • Sé afbókað síðar en meira en 4 mánuðir eru í leigu skal halda eftir 50% af leigu.
  • Sé minna en 4 mánuðir í leigu er ekkert endurgreitt.
  • Endurleigist húsið allt afbókunartímabilið er endurgreitt allt nema breytingagjald.
  • Endurleigist húsið hluta af afbókunartímabilinu er breytingargjald dregið af og endurgreitt hlutfallslega.
  • Fyrir breytingar eða afpöntun á öllum bókunum á orlofsvef er tekið breytingargjald kr. 3.000.-

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina