Sendi hér að neðan ágæta skýringu sem ég fékk frá Halldóri ASÍ fyrir okkur til að nota í svari, ef við fáum fyrirspurnir frá félagsfólki okkar varðandi afleiðingar eldgoss.
Bein og óviðráðanleg afleiðing eldgoss sem býr til algjöran ómöguleika gera það að verkum að hægt er að beita almennri force majure reglu sem er að einhverju leyti lögfest í lögum nr. 19/1979, og fyrir okkar fólk þýðir það að það getur verið farið beint inn á atvinnuleysisbætur (sem er þó að sjálfsögðu tjón). En um þessar „beinu óviðráðanlegu afleiðingar“ sem hugtaksskilyrði ætla ég að reyna að útskýra með þremur dæmum.
- Hraun fer yfir Bláa lónið sem eyðileggst; force majure og hægt að slíta ráðningu við alla starfsmenn sem geta farið beint á atvinnuleysisbætur og uppsagnarfrestur á ekki við ef atvinnurekandi tilkynnir.
- Hótel þora ekki að hafa opið og beina gestum sínum frá vegna mögulegs yfirvofandi eldgoss; Ekki force majure heldur mannanna verk og ekki hægt að slíta ráðningu/ taka af launaskrá á grundvelli force majure reglna.
- Ekkert heitt vatn í pípunum sem þýðir að hótel hefur ekki opið af því að það er svo kalt; grátt svæði en þar sem force majure reglurnar eru í eðli undantekningarreglur þá myndum við ekki fallast á slit hér.
Vonandi skýrir þetta eitthvað stöðuna. Við reynum að veita eins ítarlegar upplýsingar eins og hægt er og vísum í vefinn en það er bara ekki hægt að sjá fyrir öll atvik og/eða heimfæra á starfssemi, hættu o.s.frv. en við reynum okkar besta. Það er það mikið undir fyrir atvinnurekendur og launafólk að við verðum að taka case-by-case.
Varðandi fyrri spurningu þína þá geta atvik verið með margs konar hætti. Starfsmaður sem þarf að keyra t.d. frá Reykjavík til Keflavíkur kemst ekki vegna þess að vegur er lokaður en allt opið í Keflavík og þeir sem þurfa ekki að fara um brautina; þá líklegast tæpt að gera launakröfu í slíkt. En ef þetta er eitthvað allsherjar dæmi og fyrirtæki lokar vegna óbeins tjóns s.s. ef vörur og þjónusta komast ekki en starfsmaður (sem t.d. býr í Keflavík) kemst, þá tel ég að fyrirtækið geti ekki lokað og sleppt launagreiðslum sbr. ofangreint. Svo er í sjálfu sér 1000 mismunandi tilvik sem upp geta komið. Ef allt fer í rugl og bara allt þarf að loka og rýma vegna almannahættu þá er vissulega komið force majure en ég myndi ætla að VMST myndi stíga inn í það með svipuðum hætti og í Covid t.d.
Varðandi síðari spurninguna þá er alveg viðurkennt að svona aðstæður geta skapað óvinnufærni, og myndi ég ráðleggja viðkomandi að leita til læknis og ganga ekki of nærri sér við það. Kvíði og andleg vanlíðan sem getur leitt til óvinnufærni og ytri aðstæður eru sannarlega hluti af hvað stjórnar heilsu okkar. Ef viðkomandi er vinnufær þá ber henni að mæta og efna skyldu sína skv. samningi þó svo að ég skilji mjög vel að staðan sé snúin.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina