Umgengni orlofshúsa - hvað þarf að taka með?

Breytt Thu, 9 Feb, 2023 kl 5:21 PM

Umgengni lýsir innra manni og eru allir hvattir til að umgangast orlofshúsin með sóma. Ef eitthvað er athugavert við umgengni eða þrifnað húsanna við komu þá látið vita á skrifstofu félagsins.


Leigutaki þarf að sjá um að húsið sé vel þrifið við brottför. Ef frágangi eða annarri umgengni er ábótavant áskilur FIT sér rétt til að innheimta sérstakt gjald af leigutaka fyrir þrif. Þrifgjald er 25.000 kr.


Ef um tjón eða skemmdir á húsbúnaði / eignum FIT er að ræða og kostnaður því samhliða, þá er gerð krafa um greiðslu á þeim skemmdum.


Reikningur fyrir þrifum og/eða skemmdum verður sendur félagsmanni og er gjaldfrestur reiknings 15 dagar. Sé reikningur ekki greiddur innan tiltekins frests verður reikningurinn sendur í innheimtu hjá lögfræðingi með tilheyrandi kostnaði.

Félagsmenn FIT fá að hámarki fulla inneign í orlofshúsakerfi FIT vegna viðurkenndra kvartana á orlofshúsum/íbúðum FIT.

Internet/Wifi

Athugið að internet er ekki í húsum félagsins.

Gæludýr

Gæludýraeigendur hafa leyfi til að nýta sér tvö orlofshús FIT til samveru með sínum gæludýrum.

Orlofshúsin sem um ræðir þar sem gæludýr eru leyfð eru Kiðárbotnar 1 í Húsafelli og Skógarás 1 í Úthlíð.

Vinsamlegast athugið að lausaganga hunda er ekki leyfð á svæðinu.

Fólki með ofnæmi fyrir dýrum er ráðlagt að fara ekki í þessa bústaði.

Við brottför

  • Þrífa húsið, grillið og heita pottinn
  • Takið sjónvarp og útvarp úr sambandi
  • Athugið hvort allir gluggar séu lokaðir og kræktir
  • Hurðir vel lokaðar og læstar
  • Lykillinn kominn í lyklaskáp eða til umsjónarmanns
  • Ekki taka hita af húsinu við brottför

Tæki og tól

Í öllum húsunum eru eldhúsáhöld, sængur og koddar. Einnig eru barnarúm og barnastólar í öllum húsunum.

Nánari upplýsingar um fylgihluti hvers húss og skiptitíma er að finna í leigusamningi sem leigutaki fær við greiðslu.

Nauðsynlegt að taka með:

  • Rúmföt
  • Handklæði
  • borðklútar
  • diskaþurrkur
  • uppþvottalögur
  • salernispappír


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina