Í kjarasamningum iðnaðarmanna er kveðið á um verkfæri og föt. Starfsmenn eiga að jafnaði rétt á tveimur vinnugöllum á ári og skulu skila ónothæfum vinnufatnaði til að fá nýjan. Við starfslok skal skila öllum vinnufatnaði. Tegund vinnufatnaðar ákvarðast með tilliti til hverskonar störf eru unnin.
Í stað almenns vinnufatnaðar er atvinnurekanda heimilt að greiða starfsmönnum í byggingariðnaði sérstakt fatagjald. Fyrir fatagjald í tímavinnu og ákvæðisvinnu skulu starfsmenn sjá sér fyrir öllum almennum vinnufatnaði, þar með töldum samfestingum í vinnu við olíuborin mót. Fatagjaldið ber þó ekki að greiða í fjarvistum vegna veikinda eða slysa og ekki heldur í orlofi eða óunnum helgidögum.
Heimilt er með samkomulagi atvinnurekanda og starfsmanns að greiða fatagjald, kr. 15,42 (m.v. 1.11.2022) við hverja launaútborgun inn á sérstakan fatareikning hvers starfsmanns. Úttektarheimild miðast við inneign á fatareikningi viðkomandi starfsmanns og miðast úttekt við kostnaðarverð vinnufatnaðar. Nýti starfsmaður ekki úttektarheimildina að fullu, skal mismunur greiddur út við árslok eða við starfslok.
Verkfæra- og fatagjald byggingamanna
Trésmiðir, málarar og múrarar: | Pípulagningamenn: |
Verkfæragjald pr. klst. 54,24 kr. | Verkfæragjald pr. klst. 67,36 |
Fatagjald pr. klst. 29,81 kr. | Fatagjald pr. klst. 29,81 kr. |
Verkfæragjald reiknast á alla unna tíma og er háð byggingarvísitölu. Grunnvísitalan er 203 og grunnupphæð verkfæragjalds er kr. 46. Verkfæragjald er uppfært 1.janúar og 1.júlí ár hvert.
Verkfæragjald pr. klst. (01.01.2023) – 221,16 kr. miðað við 36,25 virkar vinnustundir á viku
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina